Pabbi sjötugur á Kúbu, eða svona næstum…

Fyrir stuttu varð elskulegur pabbi minn 70 ára. Við fjölskyldan leigðum okkur nokkra bústaði og héldum afmælið á Minni borgum. Það sem er m.a. svo frábært við Minni borgir er að maður getur leigt lítið þorp með 7 litlum sumarbústöðum og í miðju þorpsins er nokkuð stórt samkomuhús og þrír heitir pottar. Það þýðir að allir geta verið með sitt dót í sínum bústað en svo komið saman og eldað og borðað í samkomuhúsinu.

Við systurnar fengum það hlutverk að skipuleggja afmælið og þar með þemað. Okkur datt í hug að hafa Kúbu þema og skreyta í þeim anda. Continue reading

Share

Cappuccino bollakökur à la Nigella – uppskrift

Þessar dásamlegu cappuccino bollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, a.m.k hjá þeim sem hafa smekk fyrir kaffi 🙂 Þær eru fullkomnar með kaffinu á rólegum sunnudögum og það skemmir ekki að það er mjög einfalt að baka þær.

Uppskriftina fékk ég í bók Nigellu sem heitir How to be a domestic goddess, þakka ykkur fyrir! Í sömu bók er að finna snilldar uppskrift að amerískum pönnukökum sem maður hrærir í blendernum en meira af þeim síðar. Continue reading

Share

Woopie (pie) það er föstudagur! – uppskrift

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að súkkulaði Woopie pie. Woopie pie er í raun blanda af köku og smáköku. Hún er stífari en kaka en mýkri en smákaka. Þessar henta frábærlega í barnaafmæli þar sem allir fá sína eigin köku sem þeir geta borðað með höndunum. Þessar eru líka sniðugar til að taka með sér á bekkjarkvöld eða í útiafmæli.
Kakan er sett saman með kremi og maður fyllist valkvíða þegar ákveða á kremið sem fer á milli því útgáfurnar eru endalausar. Í dag hrærði ég vanillu sykurpúðakrem og setti á milli. Það er ansi mjúkt krem svo ég mæli ekki með því á milli ef ferðast á með kökurnar milli staða. Þá væri sniðugra að setja smjörkrem á milli t.d. vanillu, súkkulaði eða karamellu. Continue reading

Share

Skemmtilegar risa bollakökur

Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.

Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu. Continue reading

Share

5 ára afmæli yngri stelpunnar minnar

Þann 11. ágúst varð „litla“ stelpan mín 5 ára. Frá því að síðustu gestirnir fóru úr fjögurra ára afmælinu hennar hefur hún hugsað um afmæliskökuna sem átti að vera í næsta afmæli. Mömmunni finnst svolítið erfitt að fá ekki bara að ráða þessu sjálf en svo er auðvitað líka gaman að því að hún hafi skoðun á kökunni og afmælisþemanu 🙂 Á þessu ári sem liðið er frá síðasta afmæli hefur hún m.a. viljað ofurhetjuþema, Frozen, Barbie, Hello Kitty og margar aðrar.

Þegar ég var að gramsa í kökudótinu mínu (sem tekur upp heilan fataskáp!) þá fann ég tvær dúkkur sem ég hafði keypt í Tiger fyrir þremur eða fjórum árum. Þegar ég sá dúkkurnar, Rauðhettu og úlfinn, þá langaði mig strax að gera köku í því þema. Svo leið og beið en aldrei samþykkti litlan mín Rauðhettu þema í afmælinu sínu, fyrr en núna! Jei! Continue reading

Share

Létt og silkimjúkt smjörkrem

Mig langar að deila með ykkur uppáhalds smjörkreminu mínu. Þetta krem er svo mjúkt og létt að það lítur út eins og þeyttur rjómi. Svo er það dásamlegt á bragðið. Ég nota þetta krem mjög mikið og það er frábært að nota það undir sykurmassa. Það skemmir svo ekki að það er gríðarlega auðvelt að bæta við hinum ýmsu brögðum t.d. súkkulaði, hindberjum, karamellu, kaffi, hnetusmjöri o.s.frv. Continue reading

Share

Þessi súkkulaðikaka er himnesk og laus við allt vesen

Mig langar til að deila með ykkur uppskrift að dásamlegri, mjúkri og svakalega bragðgóðri súkkulaðiköku. Þessi klikkar aldrei! En hún er ekki bara bragðgóð heldur er hún ofur einföld í bakstri. Ég kalla hana Allt í eina skál súkkulaðiköku. Það þýðir að öll hráefnin fara saman í hrærivélaskálina á sama tíma og svo hrærir maður öllu saman í 2 mínútur og voila! kakan er tilbúin – fyrir ofninn, ekki borða hana hráa 😉

Ef mig langar að “henda” í eina súkkulaðiköku með kaffinu og nenni bara ekki að vesenast mikið þá baka ég þessa. Ef ég vil gera sjúklega góða og fallega köku (með miklu veseni) þá baka ég þessa. Þessi súkkulaðikaka hentar í allt, nema kannski í bollakökur því hún er svo mjúk. Continue reading

Share

Guðdómlegt lítið kaffihús í Belgravia í London

Ég hef í nokkurn tíma (og í nokkurri fjarlægð) fylgst með Peggy Porschen, en hún á og rekur bakarí og kaffihús í Belgravia í London. Peggy er mjög þekkt í kökuheiminum en hún hefur t.d. bakað brúðartertur fyrir Stellu McCartney og Kate Moss!

Það sem ég elska (já, ég elska kökurnar hennar) helst við kökurnar er að þær eru ávallt stílhreinar, glæsilegar og rómantískar.  Continue reading

Share