Þann 11. ágúst varð „litla“ stelpan mín 5 ára. Frá því að síðustu gestirnir fóru úr fjögurra ára afmælinu hennar hefur hún hugsað um afmæliskökuna sem átti að vera í næsta afmæli. Mömmunni finnst svolítið erfitt að fá ekki bara að ráða þessu sjálf en svo er auðvitað líka gaman að því að hún hafi skoðun á kökunni og afmælisþemanu 🙂 Á þessu ári sem liðið er frá síðasta afmæli hefur hún m.a. viljað ofurhetjuþema, Frozen, Barbie, Hello Kitty og margar aðrar.
Þegar ég var að gramsa í kökudótinu mínu (sem tekur upp heilan fataskáp!) þá fann ég tvær dúkkur sem ég hafði keypt í Tiger fyrir þremur eða fjórum árum. Þegar ég sá dúkkurnar, Rauðhettu og úlfinn, þá langaði mig strax að gera köku í því þema. Svo leið og beið en aldrei samþykkti litlan mín Rauðhettu þema í afmælinu sínu, fyrr en núna! Jei!
Hérna eru nokkrar myndir af kökunum sem við buðum upp á:
Afmæliskakan var vanillukaka með jimmies í deiginu sem gaf henni skemmtilegt útlit og bragð og kremið var vanillusmjörkrem. Trén skar ég út úr sykurmassa. Sleikjóana og dúkkurnar fékk ég í Tiger en sveppurinn er skreytt sykurkaka/smákaka.
Ég bakaði svo sykurkökur og skreytti með glassúr og sprinkles/jimmies 🙂
One thought on “5 ára afmæli yngri stelpunnar minnar”