Pabbi sjötugur á Kúbu, eða svona næstum…

Fyrir stuttu varð elskulegur pabbi minn 70 ára. Við fjölskyldan leigðum okkur nokkra bústaði og héldum afmælið á Minni borgum. Það sem er m.a. svo frábært við Minni borgir er að maður getur leigt lítið þorp með 7 litlum sumarbústöðum og í miðju þorpsins er nokkuð stórt samkomuhús og þrír heitir pottar. Það þýðir að allir geta verið með sitt dót í sínum bústað en svo komið saman og eldað og borðað í samkomuhúsinu.

Við systurnar fengum það hlutverk að skipuleggja afmælið og þar með þemað. Okkur datt í hug að hafa Kúbu þema og skreyta í þeim anda.

Cuba100

Cuba200Myndirnar eru af Pinterest.

Tónlistina fundum við á Spotify en þar er skemmtilegur playlisti sem heitir einmitt Cuba 😉 Kakan þurfti auðvitað að vera í sama þema og þar sem pabbi reykir vindla (við lítinn fögnuð okkar hinna!) þá ákvað ég að gera köku sem væri í laginu eins og Cohiba vindlakassi.

Vindlakaka - www.alltsaett.com Vindlakaka - www.alltsaett.comHérna er svo fjölskyldan saman komin í afmælinu. Mamma, pabbi og við systkinin en það vantar samt einn á myndina, hann Ívar bróður en hann býr ásamt fjölskyldunni sinni í Svíþjóð.

Vindlakaka - www.alltsaett.comHasta luego amigo!

 

Share

One thought on “Pabbi sjötugur á Kúbu, eða svona næstum…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *