Súkkulaðibollakökur með svakalegu súkkulaðikremi – uppskrift

Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading

Share

Skreyttar sykurkökur – uppskrift

Þessar skemmtilegu og bragðgóðu kökur eru æðislegar við öll tilefni. Deigið og aðferðin við baksturinn sjá til þess að kökurnar halda alveg laginu þegar þær eru bakaðar.
Það er hægt að nota hvaða piparkökumót sem er til að skera út kökurnar, möguleikarnir eru endalausir. Ég hef keypt mín mót á Amazon, hjá Allt í köku, í Kokku og á ýmsum öðrum stöðum. Formin sem ég notaði í þessar kökur fékk í Allt í köku. Þetta eru hjörtu og mót sem eru í laginu eins og ís. Hérna sjáið þið hvernig ég hef skreytt ís kökurnar með Royal icing (glassúr). Continue reading

Share

Sítrónukaka með bláberjamauki og vanillu smjörkremi – uppskrift

Ég elska sítrónukökur! Bara elska þær til tunglsins og til baka 😉 Þessa uppskrift baka ég oft. Þetta er í raun uppskrift að svampbotnum en það sem er svo skemmtilegt er að maður getur bragðbætt hana með sítrónuberki, appelsínuberki eða vanillu. Það má skella ferskum berjum út í degið áður en kakan er bökuð og svo er hún góð með hverslags kremi eða rjóma.
Í dag bakaði ég hana með sítrónuberki. Ég bjó svo til bláberjamauk sem ég setti á milli botnanna og bjó til vanillu smjörkrem sem ég setti bæði á milli og yfir kökuna. Ég geri svo alltaf síróp fyrir þessa köku sem ég smyr yfir hana þegar hún er ennþá heit.   Continue reading

Share

Hrikalega einföld en dásamlega góð Nutella ostakaka

Ég sá Nigellu skella í þessa ostaköku í einum af hennar skemmtilegu matreiðsluþáttum. Mér finnst uppskriftirnar hennar oftast mjög einfaldar og (næstum) alltaf góðar 😉 Hún á það til að setja áfengi í allt sem hún gerir og ég er alls ekki spennt fyrir því. Ég er mjög spennt fyrir góðum drykk sem settur er í fallegt glas, minna fyrir það að sulla víninu í allt sem framleitt er í eldhúsinu 😉 En allavega, höldum okkur við ostakökuna. Í henni eru bara 5 hráefni og enginn bakstur – ísí písí! Continue reading

Share

Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi – uppskrift

Þegar ég spurði eldri stelpuna mína (13 ára) hvernig köku hún vildi hafa í afmælinu sínu (hvernig köku?!, eins og það yrði bara ein) þá hrópaði hún „Nutella ostakökuna!“. Ok, ég skil það vel og ég elska hana líka en mig langaði að skreyta köku svo ég hélt þá áfram að spyrja hana hvort hún vildi ekki líka einhverja afmælisköku, svona skreytta köku. „Eins og hvernig“ heyrðist þá. Hmm…..hvað með súkkulaðiköku með Oreo smjörkremi? Hún missti andlitið enda ELSKAR hún Oreo kex 🙂 Þá var það ákveðið, Nutella ostakaka (uppskriftin kemur í næsta pósti 😉 ), súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi (og svo bætti mamman við sítrónuköku með bláberja compote, vanillu sykurkökum, súkkulaðimolum með Oreo kexi í og eiginmaðurinn skellti í Chilli con carne – já það fór enginn svangur heim úr þessu partýi). Continue reading

Share

Súkkulaðimolar sem eru fullkomnir í hvaða veislu sem er

Þessa dagana er ég að skipuleggja 13 ára afmæli eldir stelpunnar minnar. Ég hef m.a. verið að prófa mig áfram með að lita hvítt súkkulaði og gera fallega súkkulaðimola. Þessir molar eru æði því súkkulaðið má lita í hvaða lit sem er, t.d. ombre bleikum í babyshower fyrir stelpu, rauðum, grænum og hvítum um jólin eða gulum og myntugrænum fyrir páskana.
Eins og gefur að skilja þá þarf súkkulaðið að vera hvítt ef við ætlum að lita það og við verðum að velja gott hvítt súkkulaði því þetta eru jú konfektmolar sem við erum að gera 🙂 Í Hagkaup er hægt að fá mjög gott súkkulaði frá Barry Callebaut í 240gr pokum (súkkulaðidropar). Svo fæst líka dásamlegt hvítt súkkulaði frá Green & Black’s bæði í Hagkaup og Bónus. Continue reading

Share

Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift

Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?

Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading

Share

Red velvet bollakökur með rjómaostakremi – uppskrift

Þessar litlu fallegu kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær er rauðar, léttar kökur með súkkulaðibragði og svo rúsínan í pysluendanum (ojj!) er að toppa þær með geggjuðu vanillu rjómaostakremi. Ég var lengi að finna uppskrift að fullkomnu rjómaostakremi en þegar ég heimsótti litla bakaríið hennar Peggy Porschen í London þá fann ég loksins hið fullkomna krem. Ég var fljót að panta uppskriftabókina hennar, Boutique baking en þar er einmitt að finna uppskriftina að þessu dásamlega kremi ásamt mörgum öðrum skemmtilegum uppskriftum. Continue reading

Share

Bestu brownies sem ég hef smakkað – uppskrift

Haustið er komið í allri sinni dýrð, með roki og rigningu. Mig langar pínulítið að blóta því en svo þegar ég sit hérna og skrifa þetta blogg við kertaljós með kaffi og brownies og hlusta á vindinn úti þá hugsa ég – nahh, þetta blessaða haust er nú ekki alslæmt. Það er svo auðvelt að búa til kósí stemningu þegar það fer að rökkva aftur (og svo sést rykið ekki jafn mikið ;))

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegum brownies. Þessar eru með súkkulaðibitum í, bæði hvítu- og mjólkursúkkulaði. Fyrir ykkur sem elskið hnetur þá er ekkert mál að bæta út í degið ca. 100gr af t.d. söxuðum pistasíum eða valhnetum 🙂  Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share