Brúðarterta og afsakanir . . . .

Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver hefði yfir höfuð áhuga á því að koma til mín og læra eitthvað um kökuskreytingar en mér til mikillar gleði *stórt bros* þá hafa fjölmargir skráð sig á námskeiðin mín og maður minn hvað þetta er skemmtilegt! Að hitta allar þessar frábæru stelpur ( jebb, ég bíð enn eftir fyrsta karlkyns nemandanum 😉 ) og eyða með þeim nokkrum klukkustundum í að skreyta kökur, litlar sem stórar – það er ólýsanlega gefandi og skemmtilegt.
Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur námskeiðin mín þá vil ég benda ykkur á síðu á blogginu mínu sem heitir Námskeið. Þar uppfæri ég reglulega dagsetningarnar og þar mun ég einnig bæta við nýjum námskeiðum þegar fram líða stundir.

En þá að næstu afsökun 😉 – haldið þið ekki að litla systir mín hafi loksins gifst sínum dásamlega unnusta….awww 😀
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að baka og skreyta brúðartertuna þeirra. Þau völdu súkkulaði- og vanillubotna með saltri karamellu og karamellusmjörkremi. Uppskriftina er að finna hérna. Ég fékk svo að vita hvaða litir yrðu notaðir í veislunni og út frá þeim hannaði ég svo útlitið á kökunni.

Brúðarterta - Wedding cake - www.alltsaett.com

Ég hjúpaði kökuna með hvítum sykurmassa og festi fjólubleika og hvíta silkiborða neðst á báðar kökurnar. Borðana fékk ég í Söstrene Grene. Brúðarterta - Wedding cake - www.alltsaett.comBlómin gerði ég svo úr sama sykurmassa sem ég litaði með matarlitum og blandaði með Tylose. Svo er bara spurning um að „henda“ í bloggpóst um það hvernig svona sykurblóm eru gerð – ja eða bara námskeið 😉 Brúðarterta - Wedding cake - www.alltsaett.com

Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *