Matcha bollakökur með Matcha smjörkremi – uppskrift

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég svo fallega köku á netinu. Hún var skreytt með Matcha smjörkremi sem gaf henni yndislegan grænan (já – ég veit) náttúrulegan lit. Engin þörf á að nota matarlit 😀 Þarna kviknaði áhugi minn á því að prófa að nota Matcha te í bakstur og loooooksins lét ég verða að því eftir að ég rakst á Matcha tea for cooking á Te & Kaffi. Continue reading

Share

Brúðarterta og afsakanir . . . .

Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver Continue reading

Share

Að láta drauma sína rætast

Eins og þið vitið þá elska ég kökur og kökuskreytingar. Fyrir nokkrum árum kynntist ég kökunum hennar Peggy Porschen en hún rekur lítið bakarí/kaffihús í London. Maður má samt ekki láta blekkjast og halda að hún og hennar fólk baki bara nokkrar kökur og bollakökur á degi hverjum og selji þær í litla fallega kaffihúsinu í Belgravia. Peggy hefur í mörg ár, eða frá árinu 2003, boðið upp á brúðartertur sem eru „out of this world“. Continue reading

Share

Nýr dagur, ný kaka

Þessa köku bakaði ég fyrir systur mína (já, aftur!) en hún fékk Hús og híbýlí í heimsókn til sín í gær og auðvitað vildi hún bjóða upp á eitthvað sætt með kaffinu 😉

Ég bakaði þessa vanilluköku og setti þetta vanillukrem á kökuna. Súkkulaðið ofan á kökunni er hvítt Candy melts frá Wilton en það er auðvitað hægt að bræða hvaða súkkulaði sem er og hella yfir kökuna. Allt skrautið ofan á henni er marengs og gullflögurnar fást í Allt í köku.

Continue reading

Share

Súkkulaðimolar sem eru fullkomnir í hvaða veislu sem er

Þessa dagana er ég að skipuleggja 13 ára afmæli eldir stelpunnar minnar. Ég hef m.a. verið að prófa mig áfram með að lita hvítt súkkulaði og gera fallega súkkulaðimola. Þessir molar eru æði því súkkulaðið má lita í hvaða lit sem er, t.d. ombre bleikum í babyshower fyrir stelpu, rauðum, grænum og hvítum um jólin eða gulum og myntugrænum fyrir páskana.
Eins og gefur að skilja þá þarf súkkulaðið að vera hvítt ef við ætlum að lita það og við verðum að velja gott hvítt súkkulaði því þetta eru jú konfektmolar sem við erum að gera 🙂 Í Hagkaup er hægt að fá mjög gott súkkulaði frá Barry Callebaut í 240gr pokum (súkkulaðidropar). Svo fæst líka dásamlegt hvítt súkkulaði frá Green & Black’s bæði í Hagkaup og Bónus. Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share

Smjörkremsrósir

Þegar það kemur að því að skreyta kökur þá verð ég nú bara að viðurkenna að ég er að verða búin að fá nóg af þessu sykurmassasulli. Ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf að setja massa á kökurnar til að ná ákveðnu útliti en ég hugsa að ég noti smjörkrem til að skreyta kökur í svona 90% tilvika. Ef maður æfir sig svolítið þá er hægt að ná kökunum mjög sléttum og fallegum með smjörkremi. Margar aðferðir eru notaðar til þess að fá þessar sléttu hliðar en ég nota t.d. vinkil! sem auðvitað er bara notaður í smjörkrem 😉 Margir nota borðsköfu til að skafa smjörkremið og ná því sléttu en núna er ég spenntust fyrir þessu tóli. Það er á leiðinni til mín í pósti – vei! Continue reading

Share

Pabbi sjötugur á Kúbu, eða svona næstum…

Fyrir stuttu varð elskulegur pabbi minn 70 ára. Við fjölskyldan leigðum okkur nokkra bústaði og héldum afmælið á Minni borgum. Það sem er m.a. svo frábært við Minni borgir er að maður getur leigt lítið þorp með 7 litlum sumarbústöðum og í miðju þorpsins er nokkuð stórt samkomuhús og þrír heitir pottar. Það þýðir að allir geta verið með sitt dót í sínum bústað en svo komið saman og eldað og borðað í samkomuhúsinu.

Við systurnar fengum það hlutverk að skipuleggja afmælið og þar með þemað. Okkur datt í hug að hafa Kúbu þema og skreyta í þeim anda. Continue reading

Share

5 ára afmæli yngri stelpunnar minnar

Þann 11. ágúst varð „litla“ stelpan mín 5 ára. Frá því að síðustu gestirnir fóru úr fjögurra ára afmælinu hennar hefur hún hugsað um afmæliskökuna sem átti að vera í næsta afmæli. Mömmunni finnst svolítið erfitt að fá ekki bara að ráða þessu sjálf en svo er auðvitað líka gaman að því að hún hafi skoðun á kökunni og afmælisþemanu 🙂 Á þessu ári sem liðið er frá síðasta afmæli hefur hún m.a. viljað ofurhetjuþema, Frozen, Barbie, Hello Kitty og margar aðrar.

Þegar ég var að gramsa í kökudótinu mínu (sem tekur upp heilan fataskáp!) þá fann ég tvær dúkkur sem ég hafði keypt í Tiger fyrir þremur eða fjórum árum. Þegar ég sá dúkkurnar, Rauðhettu og úlfinn, þá langaði mig strax að gera köku í því þema. Svo leið og beið en aldrei samþykkti litlan mín Rauðhettu þema í afmælinu sínu, fyrr en núna! Jei! Continue reading

Share