Nammisprengja – vanillukaka með Milka súkkulaði og appelsínusmjörkremi

Þessi kaka er frábær í öll afmæli, hvort sem verið er að fagna 5 eða 75 árum – hún gleður alla (nema kannski þá sem eru að detoxa 😉 ).

Ég bakaði þessa vanilluköku (hún dugar í 2*23 cm form eða 3*20 cm) og ég skar niður Caramel cream súkkulaði frá Milka í þokkalega stóra bita og blandaði varlega út í degið rétt áður en ég skipti því upp milli bökunarformanna. Oft á súkkulaðið það til að safnast saman í botninum á forminu. Stundum virkar það að velta súkkulaðibitunum upp úr örlitlu hveiti áður en þeim er blandað út í degið. Continue reading

Share

Ískaka með súkkulaðibráð og pekanhnetukaramellukurli

Ég elska ís og ég elska góða köku svo fyrir mér er ískaka hin fullkomna samsetning.

Þessi kaka er ótrúlega einföld í smíðum. Best er að undirbúa ísinn kvöldinu áður en kakan á að borðast. Ég ákvað að baka einfalda uppskrift af þessari frábæru súkkulaðiköku og hún passar akkúrat í þrjú 20 cm kökuform. En kvöldið áður tók ég tvö af þessum bökunarformum og settti álpappír inn í þau. Álpappírinn þarf að ná vel yfir barmana á formunum. Ég fyllti þau svo af mjúkum ís (ég lét ísinn standa á eldhúsborðinu í tíu mínútur áður en ég setti hann í kökuformin). Continue reading

Share

Hummingbird kaka með rjómaostakremi

Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.

Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með sykurpúðafjalli og súkkulaðibráð

Ég hef haft augastað á þessum flottu bollakökum lengi enda súper djúsí að sjá en ég viðurkenni það alveg að það hræddi mig pínulítið að snúa bollaköku með fjalli af sykurpúðakremi á yfir fljótandi súkkulaðibráð, dýfa fjallinu í súkkulaðið og láta kökuna svo bara hanga rólega yfir súkkulaðinu þar til það hætti að leka af. Um liðna helgi var enginn bakstur á dagskrá en ég vaknaði á sunnudagsmorguninn með þessar á heilanum. Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með svakalegu súkkulaðikremi – uppskrift

Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading

Share

Skreyttar sykurkökur – uppskrift

Þessar skemmtilegu og bragðgóðu kökur eru æðislegar við öll tilefni. Deigið og aðferðin við baksturinn sjá til þess að kökurnar halda alveg laginu þegar þær eru bakaðar.
Það er hægt að nota hvaða piparkökumót sem er til að skera út kökurnar, möguleikarnir eru endalausir. Ég hef keypt mín mót á Amazon, hjá Allt í köku, í Kokku og á ýmsum öðrum stöðum. Formin sem ég notaði í þessar kökur fékk í Allt í köku. Þetta eru hjörtu og mót sem eru í laginu eins og ís. Hérna sjáið þið hvernig ég hef skreytt ís kökurnar með Royal icing (glassúr). Continue reading

Share

Sítrónukaka með bláberjamauki og vanillu smjörkremi – uppskrift

Ég elska sítrónukökur! Bara elska þær til tunglsins og til baka 😉 Þessa uppskrift baka ég oft. Þetta er í raun uppskrift að svampbotnum en það sem er svo skemmtilegt er að maður getur bragðbætt hana með sítrónuberki, appelsínuberki eða vanillu. Það má skella ferskum berjum út í degið áður en kakan er bökuð og svo er hún góð með hverslags kremi eða rjóma.
Í dag bakaði ég hana með sítrónuberki. Ég bjó svo til bláberjamauk sem ég setti á milli botnanna og bjó til vanillu smjörkrem sem ég setti bæði á milli og yfir kökuna. Ég geri svo alltaf síróp fyrir þessa köku sem ég smyr yfir hana þegar hún er ennþá heit.   Continue reading

Share

Hrikalega einföld en dásamlega góð Nutella ostakaka

Ég sá Nigellu skella í þessa ostaköku í einum af hennar skemmtilegu matreiðsluþáttum. Mér finnst uppskriftirnar hennar oftast mjög einfaldar og (næstum) alltaf góðar 😉 Hún á það til að setja áfengi í allt sem hún gerir og ég er alls ekki spennt fyrir því. Ég er mjög spennt fyrir góðum drykk sem settur er í fallegt glas, minna fyrir það að sulla víninu í allt sem framleitt er í eldhúsinu 😉 En allavega, höldum okkur við ostakökuna. Í henni eru bara 5 hráefni og enginn bakstur – ísí písí! Continue reading

Share

Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi – uppskrift

Þegar ég spurði eldri stelpuna mína (13 ára) hvernig köku hún vildi hafa í afmælinu sínu (hvernig köku?!, eins og það yrði bara ein) þá hrópaði hún „Nutella ostakökuna!“. Ok, ég skil það vel og ég elska hana líka en mig langaði að skreyta köku svo ég hélt þá áfram að spyrja hana hvort hún vildi ekki líka einhverja afmælisköku, svona skreytta köku. „Eins og hvernig“ heyrðist þá. Hmm…..hvað með súkkulaðiköku með Oreo smjörkremi? Hún missti andlitið enda ELSKAR hún Oreo kex 🙂 Þá var það ákveðið, Nutella ostakaka (uppskriftin kemur í næsta pósti 😉 ), súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi (og svo bætti mamman við sítrónuköku með bláberja compote, vanillu sykurkökum, súkkulaðimolum með Oreo kexi í og eiginmaðurinn skellti í Chilli con carne – já það fór enginn svangur heim úr þessu partýi). Continue reading

Share