Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift

Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?

Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading

Share

Red velvet bollakökur með rjómaostakremi – uppskrift

Þessar litlu fallegu kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær er rauðar, léttar kökur með súkkulaðibragði og svo rúsínan í pysluendanum (ojj!) er að toppa þær með geggjuðu vanillu rjómaostakremi. Ég var lengi að finna uppskrift að fullkomnu rjómaostakremi en þegar ég heimsótti litla bakaríið hennar Peggy Porschen í London þá fann ég loksins hið fullkomna krem. Ég var fljót að panta uppskriftabókina hennar, Boutique baking en þar er einmitt að finna uppskriftina að þessu dásamlega kremi ásamt mörgum öðrum skemmtilegum uppskriftum. Continue reading

Share

Bestu brownies sem ég hef smakkað – uppskrift

Haustið er komið í allri sinni dýrð, með roki og rigningu. Mig langar pínulítið að blóta því en svo þegar ég sit hérna og skrifa þetta blogg við kertaljós með kaffi og brownies og hlusta á vindinn úti þá hugsa ég – nahh, þetta blessaða haust er nú ekki alslæmt. Það er svo auðvelt að búa til kósí stemningu þegar það fer að rökkva aftur (og svo sést rykið ekki jafn mikið ;))

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegum brownies. Þessar eru með súkkulaðibitum í, bæði hvítu- og mjólkursúkkulaði. Fyrir ykkur sem elskið hnetur þá er ekkert mál að bæta út í degið ca. 100gr af t.d. söxuðum pistasíum eða valhnetum 🙂  Continue reading

Share

Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Í dag kom ég við í Upplifun, bækur og blóm sem staðsett er í Hörpunni. Þar er oft að finna dásamleg afskorin blóm sem annars getur verið erfitt að fá hérna heima. Ég var svo heppin að ná að næla mér í nokkrar bóndarósir. Ég ELSKA bóndarósir! Og ég ELSKA líka ilmkertin frá Voluspá! Ekki nóg með að glösin séu ótrúlega falleg þá eru svo margir frábærir ilmir til að ég fæ valkvíða í hvert sinn sem ég ætla mér að kaupa kerti frá þeim. Voluspá vörurnar fást í MAIA á Laugaveginum. Ég hvert ykkur til að kíkja þar við þegar þið röltið Laugaveginn næst og stinga nefinu ofan í nokkur glös hjá þeim. Ilmirnir sem ég er með heima hjá mér núna eru Crisp Champagne og Makassar, Ebony and Peach. Continue reading

Share

Cappuccino bollakökur à la Nigella – uppskrift

Þessar dásamlegu cappuccino bollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, a.m.k hjá þeim sem hafa smekk fyrir kaffi 🙂 Þær eru fullkomnar með kaffinu á rólegum sunnudögum og það skemmir ekki að það er mjög einfalt að baka þær.

Uppskriftina fékk ég í bók Nigellu sem heitir How to be a domestic goddess, þakka ykkur fyrir! Í sömu bók er að finna snilldar uppskrift að amerískum pönnukökum sem maður hrærir í blendernum en meira af þeim síðar. Continue reading

Share

Woopie (pie) það er föstudagur! – uppskrift

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að súkkulaði Woopie pie. Woopie pie er í raun blanda af köku og smáköku. Hún er stífari en kaka en mýkri en smákaka. Þessar henta frábærlega í barnaafmæli þar sem allir fá sína eigin köku sem þeir geta borðað með höndunum. Þessar eru líka sniðugar til að taka með sér á bekkjarkvöld eða í útiafmæli.
Kakan er sett saman með kremi og maður fyllist valkvíða þegar ákveða á kremið sem fer á milli því útgáfurnar eru endalausar. Í dag hrærði ég vanillu sykurpúðakrem og setti á milli. Það er ansi mjúkt krem svo ég mæli ekki með því á milli ef ferðast á með kökurnar milli staða. Þá væri sniðugra að setja smjörkrem á milli t.d. vanillu, súkkulaði eða karamellu. Continue reading

Share

Skemmtilegar risa bollakökur

Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.

Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu. Continue reading

Share

Létt og silkimjúkt smjörkrem

Mig langar að deila með ykkur uppáhalds smjörkreminu mínu. Þetta krem er svo mjúkt og létt að það lítur út eins og þeyttur rjómi. Svo er það dásamlegt á bragðið. Ég nota þetta krem mjög mikið og það er frábært að nota það undir sykurmassa. Það skemmir svo ekki að það er gríðarlega auðvelt að bæta við hinum ýmsu brögðum t.d. súkkulaði, hindberjum, karamellu, kaffi, hnetusmjöri o.s.frv. Continue reading

Share

Þessi súkkulaðikaka er himnesk og laus við allt vesen

Mig langar til að deila með ykkur uppskrift að dásamlegri, mjúkri og svakalega bragðgóðri súkkulaðiköku. Þessi klikkar aldrei! En hún er ekki bara bragðgóð heldur er hún ofur einföld í bakstri. Ég kalla hana Allt í eina skál súkkulaðiköku. Það þýðir að öll hráefnin fara saman í hrærivélaskálina á sama tíma og svo hrærir maður öllu saman í 2 mínútur og voila! kakan er tilbúin – fyrir ofninn, ekki borða hana hráa 😉

Ef mig langar að “henda” í eina súkkulaðiköku með kaffinu og nenni bara ekki að vesenast mikið þá baka ég þessa. Ef ég vil gera sjúklega góða og fallega köku (með miklu veseni) þá baka ég þessa. Þessi súkkulaðikaka hentar í allt, nema kannski í bollakökur því hún er svo mjúk. Continue reading

Share