Nína Björg heldur úti síðunni www.alltsaett.com. Hún hefur mikla reynslu af bakstri og kökuskreytingum og er hún með diploma í kökuskreytingum frá Peggy Porschen academy í London. Nína kennir öll námskeiðin sjálf.
Allt sætt býður upp á eftirtalin námskeið í kökuskreytingum:
Klikkaðar smjörkremsskreyttar kökur með súkkulaðibráð og sælgæti
Nemendur fá þrjá súkkulaðibotna sem þeir setja saman og skreyta með smjörkremi. Boðið er upp á að lita smjörkremið í hvaða lit sem er og sama gildir um súkkulaðibráðina sem hellt er fyrir kökuna áður en hún er svo skreytt með ýmsu sælgæti.
Nemendur læra að setja saman háa köku og þeim er kennd aðferð við að ná smjörkreminu alveg sléttu og kökunni beinni.
Að námskeiðinu loknu fara allir heim með sína köku sem þeir hafa skreytt á sinn einstaka hátt.
Innifalið í námskeiðinu eru einnig uppskriftir að súkkulaði- og vanillubotnum og smjörkremum. Boðið er upp á léttar veitingar.
Námskeiðið er 2,5 – 3 klukkustundir að lengd.
Ath! það eru aðeins 6 nemendur á hverju námskeiði.
Næsta námskeið verður haldið: þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.00.
Verð: 15.000 kr.
Skráning á námskeiðið: Vinsamlega sendið upplýsingar um nafn, símanúmer, heiti námskeiðis og dagsetningu á netfangið nina@alltsaett.com
Bollakökuskreytingar
Á þessu námskeiði eru kenndar aðferðir við að skreyta bollakökur bæði með smjörkremi og sykurmassa. Einnig er kennt hvernig hægt er að búa til litlar fallegar rósir úr sykurmassa. Þessar rósir má svo nota til að skreyta kökur og bollakökur.
Að námskeiðinu loknu fara allir heim með sínar bollakökur ( 12 stk.) sem þeir hafa skreytt á sinn hátt.
Nemendurnir fá einnig einnig uppskriftir að súkkulaði, vanillu og redvelvet bollakökum og smjörkremum. Boðið er upp á léttar veitingar.
Námskeiðið er 2,5 klukkustundir að lengd.
Ath! það eru aðeins 6 nemendur á hverju námskeiði.
Námskeiðið er haldið í Reykjavík eftirtalda daga:
Verð: 8.500 kr.
Skráning á námskeiðið: Vinsamlega sendið upplýsingar um nafn, símanúmer, heiti námskeiðis og dagsetningu á netfangið nina@alltsaett.com
Að skreyta sykurkökur með Kóngabráð (Royal Icing) og sykurmassa
Sykurkökur eru smákökur sem leka ekki út þegar þær eru bakaðar. Sykurkökur eru mjög bragðgóðar og þær eru tilvaldar í hvaða veislu sem er. Eins er mjög auðvelt að vinna með hvaða þema sem er t.d. íþróttir, barnaafmæli, brúðkaup, jól, fermingar o.s.frv. Kökurnar eru skornar út með hefðbundnum piparkökumótum og skreyttar með Kóngabráð (Royal Icing) og sykurmassa.
Á námskeiðinu eru nokkrar aðferðir við skreytingu á sykurkökum/piparkökum kenndar, m.a. hvernig sprauta á Kóngabráð, hönnun mynstra með Kóngabráð ( blautt á blautt – lagskiptar skreytingar, að stensla o.fl) og hvernig skreyta má sykurkökur/piparkökur á auðveldan hátt með sykurmassa.
Nemendurnir fá sykurkökur til að skreyta í kennslustundinni og taka þeir sínar kökur með sér heim í lok námskeiðisins. Ath! það er sýnikennsla hvernig sykurkökurnar eru hnoðaðar og bakaðar en nemendurnir baka ekki kökur sjálfir. Innifalið í námskeiðinu eru uppskriftir að sykurkökum og Kóngabráð (Royal Icing). Boðið er upp á léttar veitingar.
Námskeiðið er 2,5 – 3 klukkustundir að lengd.
Ath! það eru aðeins 8 nemendur á hverju námskeiði.
Námskeiðið verður haldið í janúar og febrúar 2016 í Reykjavík.
Námskeiðið er haldið í Reykjavík eftirtalda daga: engar dagsetningar hafa verið settar niður fyrir þetta námskeið. Allar nánari upplýsingar fást hjá nina@alltsaett.com
Verð: 9.500 kr.
Skráning á námskeiðið: Vinsamlega sendið upplýsingar um nafn, símanúmer, heiti námskeiðis og dagsetningu á netfangið nina@alltsaett.com
Hægt er að kaupa falleg gjafabréf á öll námskeiðin sem Allt sætt heldur.
Nánari upplýsingar fást hjá Nínu með því að senda fyrirspurn á netfangið nina@alltsaett.is