Þegar ég spurði eldri stelpuna mína (13 ára) hvernig köku hún vildi hafa í afmælinu sínu (hvernig köku?!, eins og það yrði bara ein) þá hrópaði hún „Nutella ostakökuna!“. Ok, ég skil það vel og ég elska hana líka en mig langaði að skreyta köku svo ég hélt þá áfram að spyrja hana hvort hún vildi ekki líka einhverja afmælisköku, svona skreytta köku. „Eins og hvernig“ heyrðist þá. Hmm…..hvað með súkkulaðiköku með Oreo smjörkremi? Hún missti andlitið enda ELSKAR hún Oreo kex 🙂 Þá var það ákveðið, Nutella ostakaka (uppskriftin kemur í næsta pósti 😉 ), súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi (og svo bætti mamman við sítrónuköku með bláberja compote, vanillu sykurkökum, súkkulaðimolum með Oreo kexi í og eiginmaðurinn skellti í Chilli con carne – já það fór enginn svangur heim úr þessu partýi). Continue reading
afmæli
Pabbi sjötugur á Kúbu, eða svona næstum…
Fyrir stuttu varð elskulegur pabbi minn 70 ára. Við fjölskyldan leigðum okkur nokkra bústaði og héldum afmælið á Minni borgum. Það sem er m.a. svo frábært við Minni borgir er að maður getur leigt lítið þorp með 7 litlum sumarbústöðum og í miðju þorpsins er nokkuð stórt samkomuhús og þrír heitir pottar. Það þýðir að allir geta verið með sitt dót í sínum bústað en svo komið saman og eldað og borðað í samkomuhúsinu.
Við systurnar fengum það hlutverk að skipuleggja afmælið og þar með þemað. Okkur datt í hug að hafa Kúbu þema og skreyta í þeim anda. Continue reading
5 ára afmæli yngri stelpunnar minnar
Þann 11. ágúst varð „litla“ stelpan mín 5 ára. Frá því að síðustu gestirnir fóru úr fjögurra ára afmælinu hennar hefur hún hugsað um afmæliskökuna sem átti að vera í næsta afmæli. Mömmunni finnst svolítið erfitt að fá ekki bara að ráða þessu sjálf en svo er auðvitað líka gaman að því að hún hafi skoðun á kökunni og afmælisþemanu 🙂 Á þessu ári sem liðið er frá síðasta afmæli hefur hún m.a. viljað ofurhetjuþema, Frozen, Barbie, Hello Kitty og margar aðrar.
Þegar ég var að gramsa í kökudótinu mínu (sem tekur upp heilan fataskáp!) þá fann ég tvær dúkkur sem ég hafði keypt í Tiger fyrir þremur eða fjórum árum. Þegar ég sá dúkkurnar, Rauðhettu og úlfinn, þá langaði mig strax að gera köku í því þema. Svo leið og beið en aldrei samþykkti litlan mín Rauðhettu þema í afmælinu sínu, fyrr en núna! Jei! Continue reading