Bestu brownies sem ég hef smakkað – uppskrift

Haustið er komið í allri sinni dýrð, með roki og rigningu. Mig langar pínulítið að blóta því en svo þegar ég sit hérna og skrifa þetta blogg við kertaljós með kaffi og brownies og hlusta á vindinn úti þá hugsa ég – nahh, þetta blessaða haust er nú ekki alslæmt. Það er svo auðvelt að búa til kósí stemningu þegar það fer að rökkva aftur (og svo sést rykið ekki jafn mikið ;))

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegum brownies. Þessar eru með súkkulaðibitum í, bæði hvítu- og mjólkursúkkulaði. Fyrir ykkur sem elskið hnetur þá er ekkert mál að bæta út í degið ca. 100gr af t.d. söxuðum pistasíum eða valhnetum 🙂  Continue reading

Share