Áramótabomban – Súkkulaði- og vanillukaka með saltri karamellusósu og smjörkremi

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Ég er búin að taka því (aðeins of) rólega yfir hátíðirnar og hef engu póstað síðan fyrir jól en ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi ekki bakað í fríinu – það var sko ekki svo.

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að kökunni sem við buðum upp á í áramótapartýinu okkar. Þessi kaka sló þvílíkt í gegn enda á Nigella sjálf uppskriftina að karamellunni – og hún (Nigella….nei ég meina karamellan) er fullkomin! Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share

Skemmtilegar risa bollakökur

Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.

Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu. Continue reading

Share