Súkkulaðitrufflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði elska ég að borða þær 😉 og svo er hrikalega einfalt og skemmtilegt að búa þær til. Allir geta verið með í „bakstrinum“ – ungir sem aldnir. Það er því frábært að eiga náðuga stund með börnunum eða vinunum, spjalla og hlæja saman um leið og maður hnoðar súkkulaði í bolta og veltir þeim upp úr einhverju góðu t.d. kakói, kókosmjöli, lakkrísdufti eða muldum hnetum. Continue reading
Einfalt
Stökkir vanillubitar með súkkulaði og hnetum
Stundum langar mig að baka eitthvað svakalega einfalt, eitthvað sem tekur ekki langan tíma en smakkast dásamlega. Þessir kökubitar eru einmitt þannig: hráefnin eru einföld, aðferðin er einföld en niðurstaðan er meira en ásættanleg – reyndar bara alveg geggjuð! Continue reading