Súkkulaðimolar sem eru fullkomnir í hvaða veislu sem er

Þessa dagana er ég að skipuleggja 13 ára afmæli eldir stelpunnar minnar. Ég hef m.a. verið að prófa mig áfram með að lita hvítt súkkulaði og gera fallega súkkulaðimola. Þessir molar eru æði því súkkulaðið má lita í hvaða lit sem er, t.d. ombre bleikum í babyshower fyrir stelpu, rauðum, grænum og hvítum um jólin eða gulum og myntugrænum fyrir páskana.
Eins og gefur að skilja þá þarf súkkulaðið að vera hvítt ef við ætlum að lita það og við verðum að velja gott hvítt súkkulaði því þetta eru jú konfektmolar sem við erum að gera 🙂 Í Hagkaup er hægt að fá mjög gott súkkulaði frá Barry Callebaut í 240gr pokum (súkkulaðidropar). Svo fæst líka dásamlegt hvítt súkkulaði frá Green & Black’s bæði í Hagkaup og Bónus. Continue reading

Share

Bestu brownies sem ég hef smakkað – uppskrift

Haustið er komið í allri sinni dýrð, með roki og rigningu. Mig langar pínulítið að blóta því en svo þegar ég sit hérna og skrifa þetta blogg við kertaljós með kaffi og brownies og hlusta á vindinn úti þá hugsa ég – nahh, þetta blessaða haust er nú ekki alslæmt. Það er svo auðvelt að búa til kósí stemningu þegar það fer að rökkva aftur (og svo sést rykið ekki jafn mikið ;))

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegum brownies. Þessar eru með súkkulaðibitum í, bæði hvítu- og mjólkursúkkulaði. Fyrir ykkur sem elskið hnetur þá er ekkert mál að bæta út í degið ca. 100gr af t.d. söxuðum pistasíum eða valhnetum 🙂  Continue reading

Share

Cappuccino bollakökur à la Nigella – uppskrift

Þessar dásamlegu cappuccino bollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, a.m.k hjá þeim sem hafa smekk fyrir kaffi 🙂 Þær eru fullkomnar með kaffinu á rólegum sunnudögum og það skemmir ekki að það er mjög einfalt að baka þær.

Uppskriftina fékk ég í bók Nigellu sem heitir How to be a domestic goddess, þakka ykkur fyrir! Í sömu bók er að finna snilldar uppskrift að amerískum pönnukökum sem maður hrærir í blendernum en meira af þeim síðar. Continue reading

Share