Litlir bakaðir kleinuhringir með glassúr

Þessir litlu sætu kleinuhringir eru svo skemmtilegir og dásamlega góðir. Þeir eru rétt munnbiti að stærð sem mér finnst svo krúttlegt en það er líka til form frá Wilton sem er gerir hefðbundna stærð af kleinuhringjum Aðferðin við að baka þá er nákvæmlega sú sama fyrir utan lengri bökunartíma. Ég notaði þetta form en það keypti ég fyrir löngu síðan í Allt í köku. Continue reading

Share

Red velvet bollakökur með rjómaostakremi – uppskrift

Þessar litlu fallegu kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær er rauðar, léttar kökur með súkkulaðibragði og svo rúsínan í pysluendanum (ojj!) er að toppa þær með geggjuðu vanillu rjómaostakremi. Ég var lengi að finna uppskrift að fullkomnu rjómaostakremi en þegar ég heimsótti litla bakaríið hennar Peggy Porschen í London þá fann ég loksins hið fullkomna krem. Ég var fljót að panta uppskriftabókina hennar, Boutique baking en þar er einmitt að finna uppskriftina að þessu dásamlega kremi ásamt mörgum öðrum skemmtilegum uppskriftum. Continue reading

Share

Bestu brownies sem ég hef smakkað – uppskrift

Haustið er komið í allri sinni dýrð, með roki og rigningu. Mig langar pínulítið að blóta því en svo þegar ég sit hérna og skrifa þetta blogg við kertaljós með kaffi og brownies og hlusta á vindinn úti þá hugsa ég – nahh, þetta blessaða haust er nú ekki alslæmt. Það er svo auðvelt að búa til kósí stemningu þegar það fer að rökkva aftur (og svo sést rykið ekki jafn mikið ;))

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegum brownies. Þessar eru með súkkulaðibitum í, bæði hvítu- og mjólkursúkkulaði. Fyrir ykkur sem elskið hnetur þá er ekkert mál að bæta út í degið ca. 100gr af t.d. söxuðum pistasíum eða valhnetum 🙂  Continue reading

Share