Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar. Continue reading
Kaka
Nammisprengja – vanillukaka með Milka súkkulaði og appelsínusmjörkremi
Þessi kaka er frábær í öll afmæli, hvort sem verið er að fagna 5 eða 75 árum – hún gleður alla (nema kannski þá sem eru að detoxa 😉 ).
Ég bakaði þessa vanilluköku (hún dugar í 2*23 cm form eða 3*20 cm) og ég skar niður Caramel cream súkkulaði frá Milka í þokkalega stóra bita og blandaði varlega út í degið rétt áður en ég skipti því upp milli bökunarformanna. Oft á súkkulaðið það til að safnast saman í botninum á forminu. Stundum virkar það að velta súkkulaðibitunum upp úr örlitlu hveiti áður en þeim er blandað út í degið. Continue reading
Ískaka með súkkulaðibráð og pekanhnetukaramellukurli
Ég elska ís og ég elska góða köku svo fyrir mér er ískaka hin fullkomna samsetning.
Þessi kaka er ótrúlega einföld í smíðum. Best er að undirbúa ísinn kvöldinu áður en kakan á að borðast. Ég ákvað að baka einfalda uppskrift af þessari frábæru súkkulaðiköku og hún passar akkúrat í þrjú 20 cm kökuform. En kvöldið áður tók ég tvö af þessum bökunarformum og settti álpappír inn í þau. Álpappírinn þarf að ná vel yfir barmana á formunum. Ég fyllti þau svo af mjúkum ís (ég lét ísinn standa á eldhúsborðinu í tíu mínútur áður en ég setti hann í kökuformin). Continue reading
Hummingbird kaka með rjómaostakremi
Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.
Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift
Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?
Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading