Brúðarterta og afsakanir . . . .

Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver Continue reading

Share

Gulrótarkaka með rjómaostakremi – mín uppáhalds uppskrift

Góð gulrótarkaka með góðu rjómaostakremi er ein af mínum uppáhalds kökum. Þessi uppskrift er svakalega góð! Gulræturnar eru soðnar og maukaðar en ekki rifnar sem þýðir að kakan er súper djúsí 🙂 Uppskriftina fékk ég í matreiðslubókinni The Silver Palate Cookbook og ég fylgi henni oftast alveg – kannski breyti ég aðeins magninu af gulrótunum, hnetunum og kanilnum. Mína útgáfu er að finna hérna fyrir neðan en upprunalegu uppskriftina er að finna hérna.  Continue reading

Share

Ískaka með súkkulaðibráð og pekanhnetukaramellukurli

Ég elska ís og ég elska góða köku svo fyrir mér er ískaka hin fullkomna samsetning.

Þessi kaka er ótrúlega einföld í smíðum. Best er að undirbúa ísinn kvöldinu áður en kakan á að borðast. Ég ákvað að baka einfalda uppskrift af þessari frábæru súkkulaðiköku og hún passar akkúrat í þrjú 20 cm kökuform. En kvöldið áður tók ég tvö af þessum bökunarformum og settti álpappír inn í þau. Álpappírinn þarf að ná vel yfir barmana á formunum. Ég fyllti þau svo af mjúkum ís (ég lét ísinn standa á eldhúsborðinu í tíu mínútur áður en ég setti hann í kökuformin). Continue reading

Share

Hummingbird kaka með rjómaostakremi

Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.

Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með svakalegu súkkulaðikremi – uppskrift

Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading

Share

Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift

Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?

Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading

Share