Áramótabomban – Súkkulaði- og vanillukaka með saltri karamellusósu og smjörkremi

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Ég er búin að taka því (aðeins of) rólega yfir hátíðirnar og hef engu póstað síðan fyrir jól en ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi ekki bakað í fríinu – það var sko ekki svo.

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að kökunni sem við buðum upp á í áramótapartýinu okkar. Þessi kaka sló þvílíkt í gegn enda á Nigella sjálf uppskriftina að karamellunni – og hún (Nigella….nei ég meina karamellan) er fullkomin! Continue reading

Share

Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift

Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?

Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading

Share