Mig langaði svo til að sýna ykkur eina aðferð við að skreyta kökur með súkkulaði. Þessi litla elska er hjúpuð með sykurmassa og skreytt með súkkulaði sem ég málaði svo með gulldufti sem fæst í Allt í köku.
Þetta litla krútt bakaði ég í 10 cm formum sem ég keypti í Continue reading
kennsla
Sítrónukaka með bláberjamauki og vanillu smjörkremi – uppskrift
Ég elska sítrónukökur! Bara elska þær til tunglsins og til baka 😉 Þessa uppskrift baka ég oft. Þetta er í raun uppskrift að svampbotnum en það sem er svo skemmtilegt er að maður getur bragðbætt hana með sítrónuberki, appelsínuberki eða vanillu. Það má skella ferskum berjum út í degið áður en kakan er bökuð og svo er hún góð með hverslags kremi eða rjóma.
Í dag bakaði ég hana með sítrónuberki. Ég bjó svo til bláberjamauk sem ég setti á milli botnanna og bjó til vanillu smjörkrem sem ég setti bæði á milli og yfir kökuna. Ég geri svo alltaf síróp fyrir þessa köku sem ég smyr yfir hana þegar hún er ennþá heit. Continue reading
Skemmtilegar risa bollakökur
Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.
Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu. Continue reading