Nýr dagur, ný kaka

Þessa köku bakaði ég fyrir systur mína (já, aftur!) en hún fékk Hús og híbýlí í heimsókn til sín í gær og auðvitað vildi hún bjóða upp á eitthvað sætt með kaffinu 😉

Ég bakaði þessa vanilluköku og setti þetta vanillukrem á kökuna. Súkkulaðið ofan á kökunni er hvítt Candy melts frá Wilton en það er auðvitað hægt að bræða hvaða súkkulaði sem er og hella yfir kökuna. Allt skrautið ofan á henni er marengs og gullflögurnar fást í Allt í köku.

Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share

Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Í dag kom ég við í Upplifun, bækur og blóm sem staðsett er í Hörpunni. Þar er oft að finna dásamleg afskorin blóm sem annars getur verið erfitt að fá hérna heima. Ég var svo heppin að ná að næla mér í nokkrar bóndarósir. Ég ELSKA bóndarósir! Og ég ELSKA líka ilmkertin frá Voluspá! Ekki nóg með að glösin séu ótrúlega falleg þá eru svo margir frábærir ilmir til að ég fæ valkvíða í hvert sinn sem ég ætla mér að kaupa kerti frá þeim. Voluspá vörurnar fást í MAIA á Laugaveginum. Ég hvert ykkur til að kíkja þar við þegar þið röltið Laugaveginn næst og stinga nefinu ofan í nokkur glös hjá þeim. Ilmirnir sem ég er með heima hjá mér núna eru Crisp Champagne og Makassar, Ebony and Peach. Continue reading

Share