Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver Continue reading
námskeið
Jólalegar skreytingar á bollakökum – uppskrift
Hafið þið skoðað myndirnar hennar Kristínar Valdimarsdóttur? Þær eru svo dásamlega fallegar að það nær engri átt! Ef þið hafið ekki rekist á dásamlegu myndirnar hennar þá getið þið skoðað þær hérna og hérna er Facebooksíðan hennar.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var þegar Kristín hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi baka og skreyta bollakökur sem hún myndi svo mynda fyrir jóladagatalið sitt.
Myndirnar komu auðvitað æðislega út hjá henni eins og þið sjáið hér fyrir neðan 🙂 Continue reading
Súkkulaði sykurkökur – uppskrift
Ég er mjög hrifin af sykurkökum. Bæði eru þær góðar á bragðið og svo er hægt að skreyta þær á óteljandi vegu.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera með í hátíðarblaði Hús og Híbýla en þar skreytti ég t.d. hvern matardisk með litlu sykurkökudádýri og jólatréi.
Continue reading
Að láta drauma sína rætast
Eins og þið vitið þá elska ég kökur og kökuskreytingar. Fyrir nokkrum árum kynntist ég kökunum hennar Peggy Porschen en hún rekur lítið bakarí/kaffihús í London. Maður má samt ekki láta blekkjast og halda að hún og hennar fólk baki bara nokkrar kökur og bollakökur á degi hverjum og selji þær í litla fallega kaffihúsinu í Belgravia. Peggy hefur í mörg ár, eða frá árinu 2003, boðið upp á brúðartertur sem eru „out of this world“. Continue reading
Guðdómlegt lítið kaffihús í Belgravia í London
Ég hef í nokkurn tíma (og í nokkurri fjarlægð) fylgst með Peggy Porschen, en hún á og rekur bakarí og kaffihús í Belgravia í London. Peggy er mjög þekkt í kökuheiminum en hún hefur t.d. bakað brúðartertur fyrir Stellu McCartney og Kate Moss!
Það sem ég elska (já, ég elska kökurnar hennar) helst við kökurnar er að þær eru ávallt stílhreinar, glæsilegar og rómantískar. Continue reading