Gulrótarkaka með rjómaostakremi – mín uppáhalds uppskrift

Góð gulrótarkaka með góðu rjómaostakremi er ein af mínum uppáhalds kökum. Þessi uppskrift er svakalega góð! Gulræturnar eru soðnar og maukaðar en ekki rifnar sem þýðir að kakan er súper djúsí 🙂 Uppskriftina fékk ég í matreiðslubókinni The Silver Palate Cookbook og ég fylgi henni oftast alveg – kannski breyti ég aðeins magninu af gulrótunum, hnetunum og kanilnum. Mína útgáfu er að finna hérna fyrir neðan en upprunalegu uppskriftina er að finna hérna.  Continue reading

Share

Hummingbird kaka með rjómaostakremi

Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.

Continue reading

Share

Red velvet bollakökur með rjómaostakremi – uppskrift

Þessar litlu fallegu kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær er rauðar, léttar kökur með súkkulaðibragði og svo rúsínan í pysluendanum (ojj!) er að toppa þær með geggjuðu vanillu rjómaostakremi. Ég var lengi að finna uppskrift að fullkomnu rjómaostakremi en þegar ég heimsótti litla bakaríið hennar Peggy Porschen í London þá fann ég loksins hið fullkomna krem. Ég var fljót að panta uppskriftabókina hennar, Boutique baking en þar er einmitt að finna uppskriftina að þessu dásamlega kremi ásamt mörgum öðrum skemmtilegum uppskriftum. Continue reading

Share