Ég elska sítrónukökur! Bara elska þær til tunglsins og til baka 😉 Þessa uppskrift baka ég oft. Þetta er í raun uppskrift að svampbotnum en það sem er svo skemmtilegt er að maður getur bragðbætt hana með sítrónuberki, appelsínuberki eða vanillu. Það má skella ferskum berjum út í degið áður en kakan er bökuð og svo er hún góð með hverslags kremi eða rjóma.
Í dag bakaði ég hana með sítrónuberki. Ég bjó svo til bláberjamauk sem ég setti á milli botnanna og bjó til vanillu smjörkrem sem ég setti bæði á milli og yfir kökuna. Ég geri svo alltaf síróp fyrir þessa köku sem ég smyr yfir hana þegar hún er ennþá heit. Continue reading