Matcha bollakökur með Matcha smjörkremi – uppskrift

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég svo fallega köku á netinu. Hún var skreytt með Matcha smjörkremi sem gaf henni yndislegan grænan (já – ég veit) náttúrulegan lit. Engin þörf á að nota matarlit 😀 Þarna kviknaði áhugi minn á því að prófa að nota Matcha te í bakstur og loooooksins lét ég verða að því eftir að ég rakst á Matcha tea for cooking á Te & Kaffi. Continue reading

Share

Brúðarterta og afsakanir . . . .

Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver Continue reading

Share

Áramótabomban – Súkkulaði- og vanillukaka með saltri karamellusósu og smjörkremi

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Ég er búin að taka því (aðeins of) rólega yfir hátíðirnar og hef engu póstað síðan fyrir jól en ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi ekki bakað í fríinu – það var sko ekki svo.

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að kökunni sem við buðum upp á í áramótapartýinu okkar. Þessi kaka sló þvílíkt í gegn enda á Nigella sjálf uppskriftina að karamellunni – og hún (Nigella….nei ég meina karamellan) er fullkomin! Continue reading

Share

Súkkulaðikaka með Baileys smjörkremi og súkkulaðibráð

Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar.  Continue reading

Share

Nammisprengja – vanillukaka með Milka súkkulaði og appelsínusmjörkremi

Þessi kaka er frábær í öll afmæli, hvort sem verið er að fagna 5 eða 75 árum – hún gleður alla (nema kannski þá sem eru að detoxa 😉 ).

Ég bakaði þessa vanilluköku (hún dugar í 2*23 cm form eða 3*20 cm) og ég skar niður Caramel cream súkkulaði frá Milka í þokkalega stóra bita og blandaði varlega út í degið rétt áður en ég skipti því upp milli bökunarformanna. Oft á súkkulaðið það til að safnast saman í botninum á forminu. Stundum virkar það að velta súkkulaðibitunum upp úr örlitlu hveiti áður en þeim er blandað út í degið. Continue reading

Share

Nýr dagur, ný kaka

Þessa köku bakaði ég fyrir systur mína (já, aftur!) en hún fékk Hús og híbýlí í heimsókn til sín í gær og auðvitað vildi hún bjóða upp á eitthvað sætt með kaffinu 😉

Ég bakaði þessa vanilluköku og setti þetta vanillukrem á kökuna. Súkkulaðið ofan á kökunni er hvítt Candy melts frá Wilton en það er auðvitað hægt að bræða hvaða súkkulaði sem er og hella yfir kökuna. Allt skrautið ofan á henni er marengs og gullflögurnar fást í Allt í köku.

Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share

Smjörkremsrósir

Þegar það kemur að því að skreyta kökur þá verð ég nú bara að viðurkenna að ég er að verða búin að fá nóg af þessu sykurmassasulli. Ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf að setja massa á kökurnar til að ná ákveðnu útliti en ég hugsa að ég noti smjörkrem til að skreyta kökur í svona 90% tilvika. Ef maður æfir sig svolítið þá er hægt að ná kökunum mjög sléttum og fallegum með smjörkremi. Margar aðferðir eru notaðar til þess að fá þessar sléttu hliðar en ég nota t.d. vinkil! sem auðvitað er bara notaður í smjörkrem 😉 Margir nota borðsköfu til að skafa smjörkremið og ná því sléttu en núna er ég spenntust fyrir þessu tóli. Það er á leiðinni til mín í pósti – vei! Continue reading

Share

Woopie (pie) það er föstudagur! – uppskrift

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að súkkulaði Woopie pie. Woopie pie er í raun blanda af köku og smáköku. Hún er stífari en kaka en mýkri en smákaka. Þessar henta frábærlega í barnaafmæli þar sem allir fá sína eigin köku sem þeir geta borðað með höndunum. Þessar eru líka sniðugar til að taka með sér á bekkjarkvöld eða í útiafmæli.
Kakan er sett saman með kremi og maður fyllist valkvíða þegar ákveða á kremið sem fer á milli því útgáfurnar eru endalausar. Í dag hrærði ég vanillu sykurpúðakrem og setti á milli. Það er ansi mjúkt krem svo ég mæli ekki með því á milli ef ferðast á með kökurnar milli staða. Þá væri sniðugra að setja smjörkrem á milli t.d. vanillu, súkkulaði eða karamellu. Continue reading

Share