Nammisprengja – vanillukaka með Milka súkkulaði og appelsínusmjörkremi

Þessi kaka er frábær í öll afmæli, hvort sem verið er að fagna 5 eða 75 árum – hún gleður alla (nema kannski þá sem eru að detoxa 😉 ).

Ég bakaði þessa vanilluköku (hún dugar í 2*23 cm form eða 3*20 cm) og ég skar niður Caramel cream súkkulaði frá Milka í þokkalega stóra bita og blandaði varlega út í degið rétt áður en ég skipti því upp milli bökunarformanna. Oft á súkkulaðið það til að safnast saman í botninum á forminu. Stundum virkar það að velta súkkulaðibitunum upp úr örlitlu hveiti áður en þeim er blandað út í degið. Continue reading

Share

Nýr dagur, ný kaka

Þessa köku bakaði ég fyrir systur mína (já, aftur!) en hún fékk Hús og híbýlí í heimsókn til sín í gær og auðvitað vildi hún bjóða upp á eitthvað sætt með kaffinu 😉

Ég bakaði þessa vanilluköku og setti þetta vanillukrem á kökuna. Súkkulaðið ofan á kökunni er hvítt Candy melts frá Wilton en það er auðvitað hægt að bræða hvaða súkkulaði sem er og hella yfir kökuna. Allt skrautið ofan á henni er marengs og gullflögurnar fást í Allt í köku.

Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með svakalegu súkkulaðikremi – uppskrift

Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading

Share

Súkkulaðimolar sem eru fullkomnir í hvaða veislu sem er

Þessa dagana er ég að skipuleggja 13 ára afmæli eldir stelpunnar minnar. Ég hef m.a. verið að prófa mig áfram með að lita hvítt súkkulaði og gera fallega súkkulaðimola. Þessir molar eru æði því súkkulaðið má lita í hvaða lit sem er, t.d. ombre bleikum í babyshower fyrir stelpu, rauðum, grænum og hvítum um jólin eða gulum og myntugrænum fyrir páskana.
Eins og gefur að skilja þá þarf súkkulaðið að vera hvítt ef við ætlum að lita það og við verðum að velja gott hvítt súkkulaði því þetta eru jú konfektmolar sem við erum að gera 🙂 Í Hagkaup er hægt að fá mjög gott súkkulaði frá Barry Callebaut í 240gr pokum (súkkulaðidropar). Svo fæst líka dásamlegt hvítt súkkulaði frá Green & Black’s bæði í Hagkaup og Bónus. Continue reading

Share

Bestu brownies sem ég hef smakkað – uppskrift

Haustið er komið í allri sinni dýrð, með roki og rigningu. Mig langar pínulítið að blóta því en svo þegar ég sit hérna og skrifa þetta blogg við kertaljós með kaffi og brownies og hlusta á vindinn úti þá hugsa ég – nahh, þetta blessaða haust er nú ekki alslæmt. Það er svo auðvelt að búa til kósí stemningu þegar það fer að rökkva aftur (og svo sést rykið ekki jafn mikið ;))

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegum brownies. Þessar eru með súkkulaðibitum í, bæði hvítu- og mjólkursúkkulaði. Fyrir ykkur sem elskið hnetur þá er ekkert mál að bæta út í degið ca. 100gr af t.d. söxuðum pistasíum eða valhnetum 🙂  Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share