Súkkulaðibollakökur með sykurpúðafjalli og súkkulaðibráð

Ég hef haft augastað á þessum flottu bollakökum lengi enda súper djúsí að sjá en ég viðurkenni það alveg að það hræddi mig pínulítið að snúa bollaköku með fjalli af sykurpúðakremi á yfir fljótandi súkkulaðibráð, dýfa fjallinu í súkkulaðið og láta kökuna svo bara hanga rólega yfir súkkulaðinu þar til það hætti að leka af. Um liðna helgi var enginn bakstur á dagskrá en ég vaknaði á sunnudagsmorguninn með þessar á heilanum. Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með svakalegu súkkulaðikremi – uppskrift

Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading

Share