Áramótabomban – Súkkulaði- og vanillukaka með saltri karamellusósu og smjörkremi

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Ég er búin að taka því (aðeins of) rólega yfir hátíðirnar og hef engu póstað síðan fyrir jól en ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi ekki bakað í fríinu – það var sko ekki svo.

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að kökunni sem við buðum upp á í áramótapartýinu okkar. Þessi kaka sló þvílíkt í gegn enda á Nigella sjálf uppskriftina að karamellunni – og hún (Nigella….nei ég meina karamellan) er fullkomin! Continue reading

Share

Súkkulaðikaka með Baileys smjörkremi og súkkulaðibráð

Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar.  Continue reading

Share

Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi – uppskrift

Þegar ég spurði eldri stelpuna mína (13 ára) hvernig köku hún vildi hafa í afmælinu sínu (hvernig köku?!, eins og það yrði bara ein) þá hrópaði hún „Nutella ostakökuna!“. Ok, ég skil það vel og ég elska hana líka en mig langaði að skreyta köku svo ég hélt þá áfram að spyrja hana hvort hún vildi ekki líka einhverja afmælisköku, svona skreytta köku. „Eins og hvernig“ heyrðist þá. Hmm…..hvað með súkkulaðiköku með Oreo smjörkremi? Hún missti andlitið enda ELSKAR hún Oreo kex 🙂 Þá var það ákveðið, Nutella ostakaka (uppskriftin kemur í næsta pósti 😉 ), súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi (og svo bætti mamman við sítrónuköku með bláberja compote, vanillu sykurkökum, súkkulaðimolum með Oreo kexi í og eiginmaðurinn skellti í Chilli con carne – já það fór enginn svangur heim úr þessu partýi). Continue reading

Share

Burgundy, gull og marengs

„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading

Share

Woopie (pie) það er föstudagur! – uppskrift

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að súkkulaði Woopie pie. Woopie pie er í raun blanda af köku og smáköku. Hún er stífari en kaka en mýkri en smákaka. Þessar henta frábærlega í barnaafmæli þar sem allir fá sína eigin köku sem þeir geta borðað með höndunum. Þessar eru líka sniðugar til að taka með sér á bekkjarkvöld eða í útiafmæli.
Kakan er sett saman með kremi og maður fyllist valkvíða þegar ákveða á kremið sem fer á milli því útgáfurnar eru endalausar. Í dag hrærði ég vanillu sykurpúðakrem og setti á milli. Það er ansi mjúkt krem svo ég mæli ekki með því á milli ef ferðast á með kökurnar milli staða. Þá væri sniðugra að setja smjörkrem á milli t.d. vanillu, súkkulaði eða karamellu. Continue reading

Share

Skemmtilegar risa bollakökur

Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.

Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu. Continue reading

Share