Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading
súkkulaðikrem
Létt og silkimjúkt smjörkrem
Mig langar að deila með ykkur uppáhalds smjörkreminu mínu. Þetta krem er svo mjúkt og létt að það lítur út eins og þeyttur rjómi. Svo er það dásamlegt á bragðið. Ég nota þetta krem mjög mikið og það er frábært að nota það undir sykurmassa. Það skemmir svo ekki að það er gríðarlega auðvelt að bæta við hinum ýmsu brögðum t.d. súkkulaði, hindberjum, karamellu, kaffi, hnetusmjöri o.s.frv. Continue reading
Þessi súkkulaðikaka er himnesk og laus við allt vesen
Mig langar til að deila með ykkur uppskrift að dásamlegri, mjúkri og svakalega bragðgóðri súkkulaðiköku. Þessi klikkar aldrei! En hún er ekki bara bragðgóð heldur er hún ofur einföld í bakstri. Ég kalla hana Allt í eina skál súkkulaðiköku. Það þýðir að öll hráefnin fara saman í hrærivélaskálina á sama tíma og svo hrærir maður öllu saman í 2 mínútur og voila! kakan er tilbúin – fyrir ofninn, ekki borða hana hráa 😉
Ef mig langar að “henda” í eina súkkulaðiköku með kaffinu og nenni bara ekki að vesenast mikið þá baka ég þessa. Ef ég vil gera sjúklega góða og fallega köku (með miklu veseni) þá baka ég þessa. Þessi súkkulaðikaka hentar í allt, nema kannski í bollakökur því hún er svo mjúk. Continue reading