Súkkulaðibollakökur með sykurpúðafjalli og súkkulaðibráð

Ég hef haft augastað á þessum flottu bollakökum lengi enda súper djúsí að sjá en ég viðurkenni það alveg að það hræddi mig pínulítið að snúa bollaköku með fjalli af sykurpúðakremi á yfir fljótandi súkkulaðibráð, dýfa fjallinu í súkkulaðið og láta kökuna svo bara hanga rólega yfir súkkulaðinu þar til það hætti að leka af. Um liðna helgi var enginn bakstur á dagskrá en ég vaknaði á sunnudagsmorguninn með þessar á heilanum. Continue reading

Share

Woopie (pie) það er föstudagur! – uppskrift

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að súkkulaði Woopie pie. Woopie pie er í raun blanda af köku og smáköku. Hún er stífari en kaka en mýkri en smákaka. Þessar henta frábærlega í barnaafmæli þar sem allir fá sína eigin köku sem þeir geta borðað með höndunum. Þessar eru líka sniðugar til að taka með sér á bekkjarkvöld eða í útiafmæli.
Kakan er sett saman með kremi og maður fyllist valkvíða þegar ákveða á kremið sem fer á milli því útgáfurnar eru endalausar. Í dag hrærði ég vanillu sykurpúðakrem og setti á milli. Það er ansi mjúkt krem svo ég mæli ekki með því á milli ef ferðast á með kökurnar milli staða. Þá væri sniðugra að setja smjörkrem á milli t.d. vanillu, súkkulaði eða karamellu. Continue reading

Share