Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver Continue reading
vanillukaka
Áramótabomban – Súkkulaði- og vanillukaka með saltri karamellusósu og smjörkremi
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!
Ég er búin að taka því (aðeins of) rólega yfir hátíðirnar og hef engu póstað síðan fyrir jól en ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi ekki bakað í fríinu – það var sko ekki svo.
Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að kökunni sem við buðum upp á í áramótapartýinu okkar. Þessi kaka sló þvílíkt í gegn enda á Nigella sjálf uppskriftina að karamellunni – og hún (Nigella….nei ég meina karamellan) er fullkomin! Continue reading
Stökkir vanillubitar með súkkulaði og hnetum
Stundum langar mig að baka eitthvað svakalega einfalt, eitthvað sem tekur ekki langan tíma en smakkast dásamlega. Þessir kökubitar eru einmitt þannig: hráefnin eru einföld, aðferðin er einföld en niðurstaðan er meira en ásættanleg – reyndar bara alveg geggjuð! Continue reading
Nýr dagur, ný kaka
Þessa köku bakaði ég fyrir systur mína (já, aftur!) en hún fékk Hús og híbýlí í heimsókn til sín í gær og auðvitað vildi hún bjóða upp á eitthvað sætt með kaffinu 😉
Ég bakaði þessa vanilluköku og setti þetta vanillukrem á kökuna. Súkkulaðið ofan á kökunni er hvítt Candy melts frá Wilton en það er auðvitað hægt að bræða hvaða súkkulaði sem er og hella yfir kökuna. Allt skrautið ofan á henni er marengs og gullflögurnar fást í Allt í köku.
Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift
Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?
Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading
5 ára afmæli yngri stelpunnar minnar
Þann 11. ágúst varð „litla“ stelpan mín 5 ára. Frá því að síðustu gestirnir fóru úr fjögurra ára afmælinu hennar hefur hún hugsað um afmæliskökuna sem átti að vera í næsta afmæli. Mömmunni finnst svolítið erfitt að fá ekki bara að ráða þessu sjálf en svo er auðvitað líka gaman að því að hún hafi skoðun á kökunni og afmælisþemanu 🙂 Á þessu ári sem liðið er frá síðasta afmæli hefur hún m.a. viljað ofurhetjuþema, Frozen, Barbie, Hello Kitty og margar aðrar.
Þegar ég var að gramsa í kökudótinu mínu (sem tekur upp heilan fataskáp!) þá fann ég tvær dúkkur sem ég hafði keypt í Tiger fyrir þremur eða fjórum árum. Þegar ég sá dúkkurnar, Rauðhettu og úlfinn, þá langaði mig strax að gera köku í því þema. Svo leið og beið en aldrei samþykkti litlan mín Rauðhettu þema í afmælinu sínu, fyrr en núna! Jei! Continue reading