„Getur þú bakað fyrir mig köku, ég er með matarboð á laugardaginn?“ spurði systir mín í síðustu viku. Ég var fljót að segja já! enda vissi ég alveg hvaða köku hana langaði í. Hún þurfti að vera súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, helst alveg eins og sú sem ég bakað fyrir afmælið hans pabba um daginn. Þessi systir mín er listamaður og það er sjúklega skemmtilegt að vinna með henni að hugmyndum að kökum og veislum. Hún sagðist vilja köku sem væri í sama dúr og kaka sem ég gerði fyrir 1 árs afmæli yngri sonarins, nema liturinn á súkkulaðinu átti að vera Burgundy. Continue reading
wilton
Smjörkremsrósir
Þegar það kemur að því að skreyta kökur þá verð ég nú bara að viðurkenna að ég er að verða búin að fá nóg af þessu sykurmassasulli. Ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf að setja massa á kökurnar til að ná ákveðnu útliti en ég hugsa að ég noti smjörkrem til að skreyta kökur í svona 90% tilvika. Ef maður æfir sig svolítið þá er hægt að ná kökunum mjög sléttum og fallegum með smjörkremi. Margar aðferðir eru notaðar til þess að fá þessar sléttu hliðar en ég nota t.d. vinkil! sem auðvitað er bara notaður í smjörkrem 😉 Margir nota borðsköfu til að skafa smjörkremið og ná því sléttu en núna er ég spenntust fyrir þessu tóli. Það er á leiðinni til mín í pósti – vei! Continue reading
Skemmtilegar risa bollakökur
Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.
Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu. Continue reading